Ábyggilegur stjórnmálamaður

Loksins kemur stjórnmálamaður með skýra framtíðarsýn og kjark til að fylgja henni eftir.
mbl.is Fullur salur í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Magnússon

Í janúar 2004 skrifaði þáverandi heilbrigðisráðherra (veikindamálaráðherra!) ásamt öðrum heilbrigðisráðherrum í Evrópu undir samkomulag þess efnis eða ekkert skyldi framkæmt án samráðs við hlutaðeigandi, þ.e. EKKERT UM OKKUR ÁN OKKAR - Helsinki sáttmálinn. En hvað?... ekki hefur samkomulagið verið fellt úr gildi. Veit núverandi ráðherra ekki um þennan gjörning? Hafa embættismenn (raunverulegir valdhafar oft og einatt) ráðuneytisins ekki upplýst um þessa skyldu ráðherra á því 1 1/2 ári sem hann hefur setið í embætti. Breytir í sjálfsögðu ekki öllu. Það er spurning um að aðiliar séu sjálfum sér samkæmir í orði og á borði. Hér er ákall um skynsamlega viðhorfsbreytingu sem leiðir af sér auðveldari og ásættanlegri útkomu í hagræðingarlegu tilliti. Ekki heimskulegur hroki sem er sú birtingarmynd sem hefur blasað við okkar ítrekað með þeim tilskipunum sem yfir þjóðina er látið er ganga.

Sveinn Magnússon, 10.1.2009 kl. 21:44

2 identicon

Sæll skv. Þjóðskrá: Agnar Guðmundsson

hvernig dettur þér í hug að bera það á borð fyrir fólk að þetta sé í lagi þar sem

flokkarnir voru að fá tæpar 400 milljónir til að setja í auglýsinga áróður.

það er náttúrulega brjálæði að láta þetta út úr sér þar sem reksturinn á hjukrunarhemilinu Sel fyrir norðan kostar rúmar 300

milljónir.þá fynst þér í lagi að flitja gamla fólkið gripaflunigum á milli stofnana í staðin fyrir að ráðherra vinni fyrir fólkið sem kaus

hann til þess en ekki eithvað hagsmuna pot fyrir flokinn.

Annað ST.JÓSEP SPíTALI kostar um 13 hundruð milljónir á ári í reksri EN varnamálastofunn 1,4 milljarður í hernaðarmál

 og þar af fara margir tugir milljóna í að þjálfa hermenn  BÆÐI  ÍSLENSKA OG ÚTLNSKA .Og þér finst í lægi að loka honum og

hælir ráðhera fyrri þor og dugnað þetta er nátúrulega aumingja háttur að ráðast á þá sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér.

Og að lokum filgir hluti af fjárlögum sem ég fann á síðu fridur.is

Fjárlög 2009: 1,4 milljarður í hernaðarmál

9. janúar. 2009       Flokkur: Fréttir

18. desember sl. var hér á Friðarvefnum farið yfir tillögur fjárlagafrumvarpsins fyrir 2009 um útgjöld til varnarmála. Niðurstaðan var þessi:

• Varnarmálastofnun: 1.409,4 milljónir króna
• NATO: 70,8 milljónir króna
• Fastanefnd Íslands hjá NATO: 123,9 milljónir króna
• Samtals: 1604,1 milljónir króna

Fjárlögin voru afgreidd í þinginu 22. desember og þegar endanleg niðustaða er skoðuð hafa orðið nokkrar breytingar.

Útgjöld til Varnarmálastofnunar hafa lækkað nokkuð og eru 1.227 milljónir króna (bls. 58) en bein útgjöld vegna aðildarinnar að NATO hafa hinsvegar hækkað og eru 87,6 milljónir króna (bls. 60). Ekki kemur fram í lögunum sjálfum kostnaður við Fastanefnd Íslands hjá NATO en heildarkostnaður vegna sendiráða (fastanefndin er undir þeim lið) er hins vegar heldur hærri (9,3 milljónir) í lögunum en gert var ráð fyrir í frumvarpinu og má því ætla að ekki hafi verið dregið úr kostnaði við fastanefndina, sem er þá 123,9 milljónir króna. Ef það er rétt, þá er heildarkostnaðurinn 1438,5 millljónir króna.

Þessi útgjöld eru að verulegu leyti gagnslaus og reyndar til ills eins. Þó má vera að Ratsjárstofnun, sem var sett undir Varnarmálstofnun við stofnun hennar í fyrra, sé til einhvers gagns. Útgjöld vegna Ratsjárstofnunar samkvæmt fjárlögum 2008 voru 822,3 milljónir króna en í frumvarpinu fyrir 2009 kemur engin sundurliðun fram. Ef við reiknum með svipuðum útgjöldum 2009, þá er annar kostnaður við Varnarmálstofnun 404,7 milljónir króna, sem er þarflaus. Samtals mætti því spara að minnsta kosti 616,2 milljónir króna og sennilega miklu meira.

Til samanburðar þessum tölum má geta þess að með þeim tillögum sem heilbrigðisráðherra kynnti nú í vikunni um skiplagsbreytingar í heilbrigðiskerfinu á að spara 1300 milljónir og sértekjur heilbrigðisstofnana af komugjaldi vegna innlagnar á sjúkrahús eru áætlaðar um 360 milljónir á næsta ári.

Friðarvefurinn 18. des. 2008: Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál
Fjárlög fyrir árið 2009 (pdf-skjal)
Fréttablaðið 8. jan. 2009: Stofnunum verður fækkað og skorið niður um 1300 milljónir
Visir.is 23. des. 2008: Ný gjöld og hækkun í heilbrigðisþjónustu

sturla jonsson (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 21:55

3 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Já og flytur velrekna heilbrigðistofnun hreppaflutningum og sundrar samhentum hóp starfsmanna. Breytir gömlu húsnæði með tilheyrandi kostnaði á tímum þegar engir peningar eru til. Allt þetta til að minnka hallarekstur hjá verr stöddum einingum í öðrum sveitarfélögum. Skítt með að sjúklingar og starfsfólk þurfi að ferðast langar leiðir og að við svona uppstokkun tapist reynsla og mikil vinna fari í að byggja upp ný teymi. Það skyldi þó ekki vera að fjárfestir sé á eftir framlögum St.jó til að byggja upp einkafyrirtæki sem skilar honum vænum hagnaði.

Hansína Hafsteinsdóttir, 10.1.2009 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kebblari

Höfundur

Kebblari
Kebblari
Aktívur tölvunörd úr Keflavík á fertugsaldri
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband