Færsluflokkur: Bloggar

Hver borgar?

Bíddu, lánaði Seðlabankinn ekki Kaupþingi þessa 120 milljarða rétt fyrir fall Kaupþings? Getur það hugsast að þessi peningar séu núna glataðir, enda með veð í t.d. verðlausum Kaupþings-bréfum? Getur það hugsast að Seðlabankinn láni peningana án skilyrða og getur hugsast að Kaupþing hafi vitað í hvað stefndi og komið þessu fyrir erlendis?
mbl.is Milljarðalán án áhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyggilegur stjórnmálamaður

Loksins kemur stjórnmálamaður með skýra framtíðarsýn og kjark til að fylgja henni eftir.
mbl.is Fullur salur í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins...

Ég borðaði með fjölskyldunni á Ruby Tuesday um daginn, við erum 5 og kostnaðurinn var 10.000 krónur, eða um 78$. Í USA hefði þessi sama máltíð með tips kostað um 100$. Þannið að það er orðið ódýrara að borða heima á USA stöðum en í USA, reyndar er rifjasteikin betri í USA en það er annað mál.
mbl.is Ísland á hálfvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er farinn

Ef þetta er rétt, þá fer ég með fjölskyldu mína héðan í burtu og skil skuldirnar eftir hér heima, gangi ykkur bara vel...
mbl.is Þurfa ekki að greiða fyrir hluti í Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afleiðing kreppu

Þetta gerist oft þegar að kreppir að. Skráð virði hluta verður oft mun meira en raunvirði og dýrir hlutir "brenna" óvart. Innistæður tryggingafélaga verður eini sjóðurinn sem menn geta sótt fé í. Munið eftir hótelinu á Snæfellsnesi sem allt í einu brann, útafakstur í Hvalfirði og skemmitstaðnum sem "kviknaði" í þar sem núna er Cabin Hótel.
mbl.is Réðu niðurlögum eldsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síldin hvarf - 5.000 fluttu burt

Þegar að síldin hvarf, þá fluttu 5.000 af landi brott. 3.4% samdráttur í þjóðarframleiðslu. Núna eru 2x fleiri búandi hérna og samdráttur í þjóðarframleiðslu 10%, þá má reikna með, ef áhrifin verða þau sömu og eftir hvarf sídarinnar að 30.000 flytjast búferlum.
mbl.is Möguleiki á landflótta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bullið

Kostnaður vegna lóðaskila, hvaða bull er þetta? Það er engin kostnaður vegna lóðaskila. Í Keflavík þá kostar lóðinn ekkert nema gatnagerðagjöld. Á höfuðborgarsvæðinu hafa bæjarstjórnir sett verðmiða á lóðir, þó þær kosti þær ekki neitt nema gatnagerðagjöldin. Svo hvernig er þá hægt að tala um kostnað, þegar þeir eru bara að endurgreiða peninga sem bæjarbúar lánuðu þeim????
mbl.is 2,5 milljarða lóðakostnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr NATO

Við eigum að segja okkur úr NATO og semja við Rússa um að gæta lofthelgi okkar og veita þeim aðstöðu á gamla varnarsvæðinu. Fyrrverandi vinuaþjóðir hafa brugðist okkur og ætla sér að gera þjóðina gjaldþrota, vitandi með því að veita okkur ekki lán við getum ekki staðist skuldbindingar "útrásavíkinganna"
mbl.is Hollensk stjórnvöld tryggja hag Icesave reikningshafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin á villigötum

Erlendar (dýrar) lántökur til að styðja við veikburða krónu er aðeins að fresta falli hennar, sem yrði þá enn öflugara þegar að fallinu kæmi. Framleiðsla, það er það sem okkur vantar, framleiða söluvörur sem gefa þjóðinni arð. Þetta skilur Samfylkingin ekki virðist vera. Mjög falleg sýn "hátækni" og náttúrvæn. Málið er að það besta sem við gerum núna er að drífa í gang álver í Helguvík. Össur sagði allt annað um það mál á fundi í Keflavík í síðustu viku en hann gerir núna á flokksstjórnafundi. Ég held að ríkisstjórninni sé brugðið að einkaaðili er tilbúinn að skella upp stóriðju án þess að ríkisstjórnin fari á hnén fyrir framan háa herra erlendis.


mbl.is Græn skilaboð flokksstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dekkjaverkstæði!!!

Heyrði í útvarpinu að Árni Sigfús. sagði að einhverjir hefðu boðið í skemmurnar sem kvikmyndaverið mun verða reist í, held þær séu um 10 talsins, að einhver vildi hafa dekkjaverkstæði þar. Þarna sést nákvæmlega af hverju það þarf Þróunarfélg til að taka ákvarðanir um hvaða tilboðum skuli tekið. Það skiptir svo miklu máli að "réttum" tilboðum sé tekið en ekki endilega "hæstu" tilboðum. Ég hef persónulega orðið vitni af því hvað uppbyggingin sem nú er hafin hefur skilað mikilli bjartsýni í samfélagið í kringum Vallarheiði. Á Vallarheiðina hefur valist orkumikið og framsækið fólk, sem er knúið áfram af þörfinni að skapa, skapa jákvætt umhverfi fyrir uppbyggingu. Árni bæjarstjóri hefur verið mjög duglegur við að koma hugmyndum í verk þarna og sést oft á vappi uppfrá og stappa stálinu í starfsmenn þarna. Það er meir en ég get sagt um þingmanninn frá svæðinu, Grétar. Grétari er samt mikið í mun að gera uppbygginguna grunsamlega. Magnað hvað sumir heimamenn geta ekki unað því þegar vel gengur þar, heldur þurfa að setja sig á háan hest á Alþingi til að úthúða mönnum sem ekki geta varið sig á þeim vetvangi. Mennirnir sem hafa á Alþingi verið að saka Árna um persónulegra hagsmunatengsla, tala um að hann eigi persónulega í hinum og þessum félögum, þeir hafa sett sjálfan sig verulega niður og ættu að skammast sín. Mér þætti vænna um að þessir menn legðust á eitt við að skapa tækifæri á Vallarheiðinni, það er margt fólk þessa daganna að gera það, þar á meðal Forsetinn okkar.
mbl.is Vill birta öll tilboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kebblari

Höfundur

Kebblari
Kebblari
Aktívur tölvunörd úr Keflavík á fertugsaldri
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband